Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði fyrir sveitarstjórnarkosningar 14. maí 2022
Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfirði hefur samþykkt framboðslista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. ,,Framboðslistinn er skipaður hópi öflugs fólks með fjölbreytta reynslu. Við sjálfstæðismenn hlökkum til að leggja verk okkar undir dóm kjósenda í vor og ætlum okkur að halda áfram að efla og styrkja bæjarfélagið,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir oddviti sjálfstæðismanna og bæjarstjóri í Hafnarfirði. Listann […]
Rósa Guðbjartsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði
Niðurstöur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði sem fram fór 3. – 5. mars eru eftirfarandi Í 1. sæti með 784 atkvæði í 1. sæti er Rósa Guðbjartsdóttir Í 2. sæti með 384 atkvæði í 1.-2. sæti er Orri Björnsson Í 3. sæti með 404 atkvæði í 1.-3. sæti er Kristinn Andersen Í 4. sæti með […]
11 ný hjúkrunarrými á Sólvangi opnuð
Sjálfstæðisflokkurinn hefur á líðandi kjörtímabili unnið að því að efla þjónustu við alla aldurshópa. Eitt af verkefnum Sjálfstæðisflokksins var að byggja upp miðstöð öldrunarþjónustu á Sólvangi. Í dag var opnuð ný eining með 11 hjúkrunarrýmum í eldra húsi byggingarinnar og eru nú 71 hjúkrunarrými á Sólvangi ásamt aðstöðu fyrir 14 einstaklinga í dagdvöl. Sóltún öldrunarþjónusta ehf rekur Sólvang með samning við Sjúkratryggingar Íslands.
Hafnarfjörður – horft til framtíðar
Það er mikilvægt að hafa skýra framtíðarsýn í skipulagsmálum þannig að þær ákvarðanir sem við tökum í dag leiði til þess að sú sýn geti orðið að veruleika. Þegar ég horfi fram til ársins 2050 og skoða hvaða framtíð við viljum skapa í Hafnarfirði er mikilvægt að máta plön við ólikar og framsæknar sviðsmyndir út […]
Við höfum þegar framkvæmt það sem aðrir lofa að gera
Málefnafátækt Samfylkingarinnar í Hafnarfirði kemur ágætlega fram í innihaldslausum fullyrðingum um að ekkert sé að gerast í uppbyggingu í bænum. Talað er um lítið sé að frétta í skipulagi nýrra hverfa, engar lóðir hafi verið og séu til úthlutunar og það sem meira er að Samfylkingin lofar að fara í úthlutanir á lóðum m.a. á […]
Trausta forystu í Hafnarfirði
Hafnarfjörður hefur eftirsóknarverða stöðu á höfuðborgarsvæðinu, þar sem við fjörðinn okkar fer saman blómlegt mannlíf, öflug atvinnustarfsemi, menning og einstakur bæjarbragur. Þessum gæðum er mikilvægt að hlúa að áfram og efla. Undanfarin ár hefur Sjálfstæðisflokkurinn farið með forystu í bæjarstjórn. Sem forseti bæjarstjórnar og varaformaður bæjarráðs hef ég fylgt eftir stefnumálum okkar og greitt götu […]
??PÁSKAEGGJALEIT laugardaginn 9. apríl kl. 11.??
Páskaeggjaleit fyrir alla HafnfirðingaMæting á Norðurbakkann, vöfflur, heitt kakó, föndur fyrir krakkana.Það verður síðan gengið saman í Hellisgerði þar sem leitað verður af páskaeggjum.Stór og lítil páskaegg í verðlaun fyrir krakkana!Allir velkomnir
Hafðu áhrif á Hafnarfjörð!
Komdu og taktu þátt í að móta framtíðarstefnu fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. 23. mars kl. 20:00-21:30Fjölskylda og húsnæðiLeikskóli og grunnskóliUmhverfi og lýðheilsaSkipulag og samgöngur 24. mars kl. 20:00-21:30Íþróttir, forvarnir og tómstundirEldri borgarar og velferðFjármál, stafræn þróun og þjónustaAtvinna, nýsköpun og ferðamál Fundirnir verða í sal okkar að Norðurbakka 1a.Allir velkomnir!Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði
Aðalfundir Sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfirði
Aðalfundir Sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfirði 2022 verða haldnir sem hér segir í félagsheimili Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, Norðurbakka 1a. Allir velkomnir. Þeir sem hafa áhuga á að bjóða kost á sér í stjórnir félaganna er bent á að senda tölvupóst á hafnarfjordur@xd.is með upplýsingum um viðkomandi og fyrir hvaða félag viðkomandi býður sig til stjórnarsetu. Póstinum verður […]
Hafðu samband
Norðurbakki 1,
220 Hafnarfjörður
Sími : 693-3744
Netfang: hafnarfjordur@xd.is