Við ætlum að...
Tryggja að framkvæmdum verði lokið við tvöföldun Reykjanesbrautar og endurgerð gatnamóta við Setberg og Kaplakrika
Halda áfram á braut ábyrgrar fjármálastjórnunar bæjarfélagsins
Skipuleggja íbúðir með þjónustukjarna fyrir eldri borgara miðsvæðis á Völlum
Endurbyggja Suðurbæjarlaug og stórbæta aðstöðu þar
Lækka innritunaraldur barna í leikskóla úr 15 í 12 mánuði
Skipuleggja litlar íbúðir/smáhýsi í Hamranesi og tryggja nægt lóðaframboð
Halda áfram að lækka útsvar, fasteignaskatta og þjónustugjöld, með sérstakri áherslu á barnafjölskyldur
Leggja áherslu á uppbyggingu búsetukjarna fyrir fatlaða
Efla list-, og verkgreinar, nýsköpun og tækni í skólastarfi
Hækka frístundastyrki og efla frístundaakstur
Bæta aðstöðu til útivistar við Hvaleyrarvatn og Kaldársel
Leggja áherslu á líðan barna í skólum og snemmtæka íhlutun
Halda áfram að treysta fjárhag bæjarins og fjármagna framkvæmdir með eigin fé