11 ný hjúkrunarrými á Sólvangi opnuð

Sjálfstæðisflokkurinn hefur á líðandi kjörtímabili unnið að því að efla þjónustu við alla aldurshópa í Hafnarfirði. Eitt af verkefnum Sjálfstæðisflokksins var að byggja upp miðstöð öldrunarþjónustu á Sólvangi. 

Haustið 2019 var tekin í gagnið nýbygging fyrir 60 hjúkrunarrými.  Á undanförnum misserum hafa staðið yfir umtalsverðar endurbætur á eldri byggingu Sólvangs á 2.-4. hæð.  Í gær var opnuð ný eining á annarri hæðinni með 11 hjúkrunarrýmum í eldri byggingunni og eru nú 71 hjúkrunarrými alls á Sólvangi.  

Einnig er rekin dagdvöl fyrir 14 og sérhæfð dagþjálfun fyrir 12 einstaklinga var opnuð síðastliðið sumar eftir gagngerar endurbætur á jarðhæð eldri byggingar.  Sérhæfða dagþjálfunin er sérsniðin fyrir einstaklinga með heilabilun og hefur það að markmiði að styðja við einstaklinginn í sjálfstæðri búsetu og ekki síður aðstandendur þeirra.  

Stefnt er að opnun 39 nýrra skammtíma hvíldar- og endurhæfingarýma á Sólvangi á árinu.  Sóltún öldrunarþjónusta ehf rekur Sólvang með samning við Sjúkratryggingar Íslands.  

Scroll to Top