Navigation

Sækjum fram í fjármálum og rekstri

Sjálfstæðisflokkurinn hefur talað fyrir skynsemi og hófsemi í fjármálum Hafnarfjarðar. Stöðva þarf skuldasöfnun og hefja markvissa niðurgreiðslu á skuldum og þannig mun skapast dýrmætt svigrúm til uppbyggingar  og aukinnar þjónustu fyrir alla bæjarbúa. Þessu fylgja sjálfstæðismenn eftir í bæjarstjórnarkosningunum 2014.

Sýnum ráðdeild í rekstri:

  • Traust og ábyrg fjármálastjórnun með skýr og mælanleg langtímamarkmið.
  • Lækkum álögur bæjarins eftir því sem svigrúm gefst.
  • Verkefnum bæjarins verði útvistað til fyrirtækja og einstaklinga, þar sem við á, með því markmiði að ná fram hagræðingu fyrir bæjarfélagið og efla atvinnulifið.
  • Losum bæinn úr skuldahöftum, tekjum af lóðasölu og sölu eigna verði ráðstafað til niðurgreiðslu skulda.
  • Framkvæmum fyrir eigin fé en ekki með skuldsetningu, stillum nýfjárfestingu í hóf og eingöngu fyrir rekstrarfé.
  • Hröðum átaki í fasteignaskráningu nýbygginga og aukum þannig tekjur bæjarins.
  • Útrýmum kynbundnum launamun á næsta kjörtímabili, tökum upp jafnlaunavottun því til staðfestingar.
  • Frítekjumark og fyrirkomulag afsláttarkjara á fasteignagjöldum eldri borgara verði endurskoðað.