Navigation

Heilbrigð sál í hraustum líkama

Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að í Hafnarfirði sé stuðningur og aðstaða fyrir alla aldurshópa til að þroska líkama og sál með ástundun íþrótta, hreyfingar og tómstundastarfs. Þessu fylgja sjálfstæðismenn eftir í bæjarstjórnarkosningunum 2014.

Hafnfirskt íþróttafólk er í fremstu röð og bærinn býr að þeirri hefð sem hér er fyrir íþróttum og öflugu starfi sem þeim tengist.

  • Úttekt verði gerð á heilsdagsskóla og tómstundum barna í því skyni að meta gæði starfsins og finna leiðir til að samþætta betur skólastarf og tómstundir.
  • Bæjarfélagið styðji við íþróttastarf með fjárhagslega ábyrgum og gagnsæjum hætti.
  • Gerð verði ítarleg úttekt á nýtingu íþróttamannvirkja og þarfagreining, sem nýtist fyrir skipulag og uppbyggingu íþróttamannvirkja til næstu ára.
  • Mótuð verði stefna til framtíðar varðandi aðkomu íþróttafélaga að þróun og uppbyggingu íþróttamannvirkja.
    • Fyrirkomulag heilsdagsskóla grunnskólanemenda að loknum skóladegi verði endurmetið með hagsmuni nemenda að leiðarljósi.
    • Stuðningur við frístundastarf ungmenna verði endurskoðaður. Frístundakort barna verði útfært óháð tómstundagrein og staðsetningu.