Navigation

Velkomin í Hafnarfjörð

Sjálfstæðisflokkurinn hefur ætíð stutt blómlegt menningarlíf og þá vaxtarsprota sem felast í ferðaþjónustu. Þessu fylgja sjálfstæðismenn eftir í bæjarstjórnarkosningunum 2014.

Í Hafnarfirði er öflugt lista- og menningarlíf sem ber að efla og styrkja þannig að bæjarbúar og gestir bæjarins fái notið til hins ýtrasta. Einnig þarf  að nýta þau fjölbreyttu tækifæri sem eru fyrir hendi innan bæjarins í ferðaþjónustu.

  • Átak verði gert í markaðssetningu með áherslu á sérstöðu Hafnarfjarðar og það lista- og menningarstarf sem unnið er að í bæjarfélaginu.
  • Viðburðir á vegum bæjarfélagsins verði endurskipulagðir og færðir í nýjan búning.
  • Jólaþorpið verði stækkað og efnt til vetrarhátíðar sem tengist betur annarri verslun og þjónustu í miðbænum.
  • Aðstöðu og möguleikum til listsköpunar, tónlistarflutnings og „pop-up“ viðburða verði fjölgað og húsnæði og torg bæjarins betur nýtt með því að nýta frumkvæði einstaklinga og fyrirtækja.
  • Matar- og fiskmarkaður – hvatt verði til starfsemi matarmarkaðar við miðbæ Hafnarfjarðar.
  • Möguleikar í heilsutengdri ferðamennsku verði nýttir, en þeir felast einkum í fjölbreyttu íþróttastarfi, sérstæðri náttúru og heitu og köldu vatni.
  • Hafnarfjörður standi að bæjarhátíð tengdri heilsu og lífsstíl í samstarfi við fyrirtæki, félög og stofnanir.
  • Bæta aðgengi listamanna að  Hafnarborg og aðstaða á jarðhæð, t.d. Apótekarasalurinn (fundarsalur bæjarstjórnar), verði nýtt betur í samvinnu við frjáls félagasamtök.