Navigation

Hreinn bær – okkur kær

Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt frumkvæði að átaksverkefnum í umhverfismálum í Hafnarfirði og lætur sig skipulagsmál bæjarins skipta. Þessu fylgja sjálfstæðismenn eftir í bæjarstjórnarkosningunum 2014.

Hafnarfjörður býr að einstöku bæjarstæði og náttúrufegurð, sem mikilvægt er að tekið sé tillit til við skipulag og í umhverfismálum.

 • Hafnarfjörður verði í forystu sem umhverfisvænt sveitarfélag.  Stofnanir bæjarins móti sér umhverfisstefnu og gæti vel að nærumhverfi sínu
 • Fegrun bæjarins og hreinsun stíga og opinna svæða verði sett í forgang. Áhersla verði lögð á að ljúka frágangi og fegrun í nýjum hverfum.
 • Fjölga sælureitum í bænum yfir sumartímann.
 • Gera lagfæringar í Strandgötu og víðar í miðbænum sem ýta undir aðstöðu til útiveru og eykur á mannlíf. Rými við Strandgötu verði aukið með því að steyptir stólpar verði fjarlægðir.
 • Víðistaðatúnið verði fjölskylduvænn útivistarstaður með aðstöðu til afþreyingar fyrir alla aldurshópa.
 • Snjómokstri og hálkuvörnum verði betur sinnt en verið hefur.
 • Göngu- og hjólreiðastígar verði bættir til samgangna innan bæjar sem utan og til útivistar í upplandi Hafnarfjarðar.
 • Frístundaakstur barna verði aftur tekinn upp og leiðakerfi innanbæjaraksturs endurskoðað.
 • Greiðar samgöngur úr bænum við stofnvegakerfið verða settar í forgang, til þess að tryggja akstur fólks, flutninga og öryggisleiðir.
 • Bætt vegtenging af Reykjanesbraut inn í Valla- og Byggðahverfi verður sett í forgang.
 • Ásvallabraut, vegtengingu frá Völlum inn í Ásland, verði lokið.
 • Farið verði í arkitektasamkeppni um skipulag á smábátahöfninni þar sem gert verði ráð fyrir lágreistri  þjónustumiðaðri byggð með verslunum, veitingahúsum og lista- og handverksgalleríum. Hafnarsvæðið verði tengt við miðbæinn.
 • Skipulögð verða svæði fyrir matjurtagarða inni í íbúðarhverfum fyrir fjölskyldur og eldri borgara.