Umhverfið okkar

Við ætlum að:

– Standa áfram vörð um loft- og vatnsgæði bæjarbúa og hefja hreinsun  á örplasti í fráveitukerfinu

– Verða leiðandi í umhverfismálum með flokkun sorps og minni plastnotkun

– Skipuleggja útivistarsvæði á Óla-Run túni

– Fjölga grenndarstöðvum fyrir flokkun og bæta aðgengi að þeim

– Halda áfram að gróðursetja og grænka hverfi

– Hefja lystigarðinn Hellisgerði til vegs og virðingar fyrir aldarafmæli garðsins 2023

– Efla almenningssamgöngur við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu

– Styðja við rafbílavæðingu, t.d. með skipulagi fyrir aðstöðu til hleðslustöðva.