Ásvallabraut frá Skarðshlíð að Kaldárselsvegi í framkvæmd 2020

Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkti á síðasta fundi sínum að heimila Umhverfis- og Skipulagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar að bjóða út lagningu Ásvallabrautar milli Skarðshlíðar og Áslandshverfis.  Um er að ræða lokaáfanga Ásvallabrautar frá Nóntorgi í Skarðshlíð sem mun nú tengjast nýju hringtorgi við Kaldársselsveg. Verkið verður unnið á tveimur árum í samræmi við fjárheimildir í fjárhagsáætlun sem gerir ráð fyrir 350 miljónum á árinu 2020. 

Áfanginn sem um ræðir á korti. Mynd aðsend.

Ásvallabraut er innanbæjarvegur sem mun tengja saman hverfi og auðvelda íbúum bæjarins að ferðast á milli bæjarhluta auk þess sem íbúar sunnan megin í bænum fá betra aðgengi að upplandi okkar hafnfirðinga sem nýtur sívaxandi vinsælda en um að ræða einstakar náttúruperlur þar sem hægt er að njóta útivistar og hreyfingar og má þar nefna sérstaklega Hvaleyrarvatn og Helgafell.

Umferðargreining sem gerð var fyrir nokkrum árum sýndi ljóslega mikilvægi þess að ráðast í þessa framkvæmd og því er það sérstaklega ánægjulegt að þessi lokaáfangi Ásvallabrautar sé kominn á framkvæmdastig.

Skarðshlíð. Þarna munu hverfin tengjast. Mynd/Guðmundur Fylkisson

Helga Ingólfsdóttir

Bæjarfulltrúi og formaður Umhverfis og framkvæmdaráðs.

Greinin birtist fyrst í Hafnfirðingi 22. janúar 2020

Scroll to Top