Bjarni Lúðvíksson

Bjarni Lúðvíksson

Framkvæmdastjóri
Býður sig fram í 3. -4. sæti

Ég gef kost á mér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. 

Ég er 27 ára og bý með unnustu minni, syni og hundi á Völlunum í Hafnarfirði. Ég er sannur Hafnfirðingur og ber sterkar og hlýjar tilfinningar til bæjarins. 

Ég hef alla tíð haft metnað og byrjaði ungur að vinna. Ég flutti erlendis 16 ára og stundaði fjarnám við Verzlunarskóla Íslands. Ég hóf snemma fyrirtækjarekstur, hef komið að stofnun ýmissa sprotafélaga og er í dag eigandi og framkvæmdastjóri Reykjavík Asian.  

Ég tel að Sjálfstæðisflokkurinn hafi staðið sig vel í bæjarmálum í Hafnarfirði og er spenntur að fá að taka þátt í fjölbreyttum verkefnum bæjarins. Bakgrunnur minn og reynsla af rekstri mun án efa koma þar að mjög góðum notum. 

Ég vil að Hafnarfjörður verði aðlaðandi bær sem lokkar til sín ungar fjölskyldur m.a. með framúrskarandi skólakerfi en auk þess sé ég fjölmörg tækifæri til að efla viðskiptalífið með því að ýta undir nýsköpun og skapa atvinnu. Ég vil tryggja bæjarbúum bætta þjónustu með því að auka áherslu á stafrænar lausnir og styðja á sama tíma við sjálfbærni og umhverfismál.  

Mér finnst mikilvægt að unga kynslóðin taki þátt í uppbyggingu bæjarins og tel mig því eiga fullt erindi á lista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. 

Ég óska eftir þínum stuðningi.  

Scroll to Top