Það er mikilvægt að hafa skýra framtíðarsýn í skipulagsmálum þannig að þær ákvarðanir sem við tökum í dag leiði til þess að sú sýn geti orðið að veruleika. Þegar ég horfi fram til ársins 2050 og skoða hvaða framtíð við viljum skapa í Hafnarfirði er mikilvægt að máta plön við ólikar og framsæknar sviðsmyndir út […]
Greinar
Við höfum þegar framkvæmt það sem aðrir lofa að gera
Málefnafátækt Samfylkingarinnar í Hafnarfirði kemur ágætlega fram í innihaldslausum fullyrðingum um að ekkert sé að gerast í uppbyggingu í bænum. Talað er um lítið sé að frétta í skipulagi nýrra hverfa, engar lóðir hafi verið og séu til úthlutunar og það sem meira er að Samfylkingin lofar að fara í úthlutanir á lóðum m.a. á […]
Trausta forystu í Hafnarfirði
Hafnarfjörður hefur eftirsóknarverða stöðu á höfuðborgarsvæðinu, þar sem við fjörðinn okkar fer saman blómlegt mannlíf, öflug atvinnustarfsemi, menning og einstakur bæjarbragur. Þessum gæðum er mikilvægt að hlúa að áfram og efla. Undanfarin ár hefur Sjálfstæðisflokkurinn farið með forystu í bæjarstjórn. Sem forseti bæjarstjórnar og varaformaður bæjarráðs hef ég fylgt eftir stefnumálum okkar og greitt götu […]
Hafnarfjörður tækifæranna
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði fer fram nú 3.-5. mars. Ég hvet alla Sjálfstæðismenn til að taka þátt í prófkjörinu og stilla þannig upp sigurstranglegum lista. Ánægjulegt er að sjá hve hæfileikaríkur og fjölbreyttur hópur fólks býður sig fram í prófkjörinu og er tilbúið til að virkja krafta sína í þágu bæjarins. Ég býð mig fram […]
Líf og fjör í firðinum
Hafnarfjörður er gamall bær með lifandi og skemmtilegan bæjarbrag sem endurspeglar það góða fólk sem bæinn byggir. Hafnarfjörður er þekktur fyrir öflugt menningarlíf og er það ekki síst íbúum bæjarins að þakka. Menning og viðburðir í HafnarfirðiSem formaður menningar- og ferðamálanefndar undanfarin fjögur ár hef ég lagt áherslu á það að efla menningu bæjarins, hvetja listamenn […]
Aðlaðandi bær fyrir unga sem aldna
Ég tel að bæjarstjórnin hafi staðið sig vel í bæjarmálum í Hafnarfirði á líðandi kjörtímabili, og má segja að mikill meðbyr sé með Sjálfstæðisflokknum. Nýlega var gerð árleg þjónustukönnun á vegum Gallup og samkvæmt niðurstöðum hennar eru um það bil 90% Hafnfirðinga ánægðir í sínum bæ. Maður heyrir það líka vel þegar maður spjallar við […]
Hjólum í verkin
Hjólreiðar eru umhverfisvænn samgöngumáti en jafnframt skemmtilegur og hressandi og er ánægjulegt að fylgjast með því hvað þær hafa sótt í sig veðrið undanfarinn áratug. Sífellt fleiri líta á þennan samgöngumáta sem fýsilegan kost og góða viðbót við einkabílinn og almenningssamgöngur. Samspil margra þátta á borð við aukna umhverfisvitund, ásókn í heilbrigða hreyfingu og breytt […]
Möguleg lausn á mönnunarvanda leikskóla
Leikskólinn er ekki aðeins mikilvægur þegar kemur að menntun og þroska barna okkar heldur er hann einnig undirstaða atvinnulífsins. Við höfum sannarlega lært það á undanförnum árum hversu mikilvægur hann er og starfsfólk leikskóla flokkað sem framlínustarfsfólk. Mannekla vegna veikinda, sóttkvíar og álags leggst þungt á þá sem standa vaktina hverju sinni og loka hefur þurft deildum um allt land. Ekki aðeins hefur Covid sett mark sitt á mönnunarvanda leikskóla heldur hafa reglugerðabreytingar líkt og eitt leyfisbréf, þar sem leikskólakennurum er heimilt að nýta leyfisbréf sitt í grunn- og framhaldsskólum, gert það að verkum að leikskólinn keppir við grunnskólastigið um hæfa kennara. Þá hefur lengd háskólanáms úr þremur árum í fimm haft sitt að segja, brautskráningum úr leikskólakennaranámi hefur fækkað á sama tíma og börnum hefur fjölgað. Í ofanálag hefur stytting vinnuvikunnar og breyting á undirbúningstímum kallað á fleiri starfsmenn sem einfaldlega liggja ekki á lausu.
Þynningarsvæði – svæðisskipulag – Hafnarfjörður
Það er ánægjulegt að svokallað „þynningarsvæði“ hverfi nú af aðalskipulagi Hafnarfjarðar. Innan þess svæðis hefur hvorki verið heimilt að vera með íbúðir/gistingu eða matvælavinnslu. Þynningarsvæðið sem hefur tengst starfsleyfi álversins í Straumsvík um árabil var bæði víðfeðmt og íþyngjandi varðandi uppbyggingu í Hafnarfirði og náði yfir stærsta hluta iðnaðarsvæðisins austan Reykjanesbrautar og nánast allt landssvæði […]
Leikskóli sem virkar fyrir alla
Mikilvægt er að allir sem koma að starfi leikskólanna vinni saman að góðu leikskólastarfi. Þá þarf þörfum allra að vera sem best sinnt; starfsfólks, foreldra og barna. Markmið okkar í fræðsluráði Hafnarfjarðar hefur verið að vinna að lausnum til að ná því. En hvernig? Starfsfólk Starfsfólk – hefur þörf fyrir hærri laun, betri starfsaðstæður og […]