Díana Björk Olsen
Ráðgjafi, verkefnastjóri
Býður sig fram í 4. -5. sæti
Legg ég áherslu á að haldið verði áfram að styrkja innviði bæjarins og skapa þannig enn fleiri ný og spennandi tækifæri fyrir íbúa bæjarins. Ég hef mikinn metnað til að taka þátt í áframhaldandi uppbyggingu líkt og hefur verið undanfarin ár í Hafnarfirði. Styðja við þann grunn sem hér er og hefur leitt til blómlegs mannlífs og fjölgun íbúa. Taka þátt i þeim framkvæmdum sem framundan eru og halda áfram að hlúa að bænum okkar.
Ég er fædd og uppalin á Akureyri en hef búið í Hafnarfirði í 23 ár. Starfaði í 20 ár í banka við að þjónusta lítil og meðalstór fyrirtæki. Hef ég því mikla innsýn inn í rekstur fyrirtækja og þarfir þeirra. Einnig hef ég verið stjórnandi og stýrt mannauði fyrirtækja. Ég hef farið í gegnum miklar og hraðar breytingar í viðskiptalífinu sem auðvelda mér að takast á við erfiðar áskoranir.
Hef ég einnig reynslu af félagsmálum sem ég hef sótt í frá unga aldri. Síðast sat ég í Barna- og unglingaráði Hauka og starfaði einnig í framkvæmdastjórn félagsins.
Ég tel að reynsla mín, menntun og bakgrunnur bæði úr atvinnulífinu sem og félagsstörfum komi að góðum notum fyrir íbúa Hafnarfjarðar.
Mig langar að gera gott bæjarfélag enn betra og óska ég því eftir stuðningi þínum í 4.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins sem fer fram 3.-5. mars.