„
Samkvæmt nýrri þjónustukönnun Gallup eru níu af hverjum tíu íbúum ánægðir með Hafnarfjörð sem búsetustað eða 87%. Lesa má betur um niðurstöðurnar hér.
Ánægja með menningarmálin eykst hlutfallslega mest á milli mælinga eða um 5 prósentustig og trónir Hafnarfjörður á toppnum í samanburði við önnur sveitarfélög. Hafnarfjörður vermir nú 2. sæti af stærstu sveitarfélögunum hvað varðar ánægju bæjarbúa með heildarupplifun af þjónustu sveitarfélaganna..
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri, segir það vera mjög gleðilegt að sjá ánægju með þjónustuna í Hafnarfirði aukast jafnt og þétt og að bærinn sé nú komin í annað sætið á meðal stóru sveitarfélaganna. ,,Ánægja með menningarmálin mælist hvergi hærri en í Hafnarfirði og er það til vitnis um að sú áhersla sem lögð hefur verið á öflugt menningar-, viðburða- og listalíf undanfarin ár er að skila sér til íbúanna og hafi áhrif á bæjarbraginn” segir Rósa.