Höldum áfram

Árangur kjörtímabilsins

Eftir alltof langt tímabil stjórnlausrar skuldasöfnunar og stöðnunar í framkvæmdum í Hafnarfirði hefur núverandi meirihluti látið verkin tala á kjörtímabilinu. Við komum reglu á fjármál bæjarsjóðs og réðumst í framhaldinu í framkvæmdir fyrir eigið fé. Bæjarbúar sjá hvarvetna breytingar til batnaðar í bænum okkar og bæjarsjóður stendur betur en hann hefur gert um langt árabil. Hér má sjá nokkur dæmi af því hverju núverandi meirihluti fékk áorkað á einu kjörtímabili. Við erum rétt að byrja og þurfum þinn stuðning til að geta haldið áfram að vinna í þágu Hafnfirðinga.

St. Jósefsspítali

Þetta fallega og sögufræga hús var í hirðuleysi og niðurníðslu um margra ára skeið. Núverandi meirihluti gat með bættum fjárhag séð til þess að Hafnarfjörður keypti húsið og starfshópur á vegum bæjarráðs vinnur nú að lagfæringum svo húsið komist í notkun sem fyrst.

Dvergshús við Lækjargötu fjarlægt

Húsið var illa farið, féll illa að umhverfinu og hlutverk þess ekki til staðar lengur. Fyrri bæjarstjórnir höfðu um árabil reynt að hnika málinu áfram án árangurs. Núverandi meirihluti lét rífa húsið sumarið 2017 og nú liggja fyrir verðlaunatillögur um ný íbúðahús sem falla að eldri byggð í nágrenninu.

Leikskólinn Bjarkalundur

Eftir mikla uppbyggingu í Vallahverfi undanfarin ár var mikil þörf á því að bæjarstjórn fylgdi vexti hverfisins eftir með byggingu nýs leikskóla. Núverandi meirihluti byggði leikskólann Bjarkalund og mætti þannig ákallinu frá barnafólki á Völlum.

Nýtt hjúkrunarheimili við Sólvang

Eftir margra ára kyrrstöðu fyrri bæjarstjórna var skóflustunga tekin að 60 rýma hjúkrunarheimili sem er að rísa á Sólvangsreitnum, þar sem í dag er eldra hjúkrunarheimili og heilsugæsla fyrir Hafnfirðinga.

Skarðshlíðarskóli í byggingu

Hin mikla uppbygging og íbúaaukning á Völlum kallaði á nýjan skóla. Nú standa yfir framkvæmdir á leik-, grunn- og tónlistarskóla í Skarðshlíð en fyrsti áfangi verður tilbúinn í haust.

Körfuboltahús Hauka við Ásvelli

Nýlega opnaði núverandi meirihluti með viðhöfn nýtt körfuboltahús Hauka við íþróttamiðstöðina við Ásvelli. Er þar um að ræða fyrsta sérhæfða körfuboltahús landsins, þar sem gólflínur miðast alfarið við körfuboltavöll og svarar þannig þörfinni fyrir bætta aðstöðu iðkenda en húsið verður lika notað til iþróttakennslu.

Þetta höfum við gert í núverandi meirihluta á yfirstandandi kjörtímabili

• Lækkuðum innritunaraldur barna í leikskola í 15 mánuði

• Komum á festu í fjármálum og hagræddum í rekstri bæjarins

• Lækkuðum útsvar á Hafnfirðinga

• Héldum leikskólagjöldum óbreyttum

• Lækkuðum fasteignaskatta hjá eldri borgurum

• Bættum við grænum svæðum á Völlum

• Ákváðum að námsgögn yrðu frí fyrir grunnskólanemendur

• Hækkuðum frístundastyrki

• Úthlutuðum lóðum fyrir íbúðir í Skarðshlíð og skipulögðum ný íbúðahverfi

• Gerðum nýja og gagnsærri rekstrarsamninga við íþróttafélögin

• Fjölguðum stöðugildum sálfræðinga í grunnskólum

• Gerðum Hafnarfjörð að heilsueflandi samfélagi

• Tvöfölduðum styrki til menningarmála

• Hækkuðum afreksstyrki í íþróttum

• Tryggðum nægt lóðaframboð til atvinnustarfsemi

• Spjaldtölvuvæddum skólana og endurnýjuðum tölvubúnað

• Lækkuðum fasteignaskatta á fyrirtæki

• Stuðluðum að mislægum gatnamótum á Reykjanesbraut við Krýsuvíkurveg

• Hófum endurnýjun og úrbætur á skólalóðum

• Hófum frístundaakstur aftur

• Samþykktum að setja upp skólahreystibraut

• Urðum fyrsta sveitarfélagið til að fá jafnlaunavottun

• Höfum greitt markvisst niður skuldir bæjarins

• Höfum tvöfaldað fjármagn til viðhalds á eignum

• Stórbættum hreinsun bæjarins

• Settum á laggirnar Markaðsstofu Hafnarfjarðar

• Komum á nýjum vinnustað fyrir fatlaða

• Höfum markvisst fjölgað félagslegum íbúðum

• Lengdum opnunartíma sundlauganna

• Hækkuðum laun í Vinnuskólanum

• Efldum útivistarsvæðin, m.a. á Víðistaðatúni

• Samþykktum að stofna Ungmennahús i Skattstofunni