Mótum menntastefnu Hafnarfjarðar saman

Menntun barna okkar er eitt það mikilvægasta sem hvert sveitarfélag sinnir á hverjum tíma. Mennta- og lýðheilsusvið Hafnarfjarðar leggur af stað með vinnu við stefnumörkum í menntamálum í Hafnarfirði þann 24. September. Lögð verður mikil áhersla á að vinnan sé unnin með starfsfólki og nemendum allra menntastofnanna í bæjarfélaginu, fulltrúum hagsmunaaðila og að sjálfsögðu öllum íbúum bæjarfélagsins, en mun ekki endurspegla skoðanir eða stefnur einstaka stjórnmálaflokka né unnin af þeim.

24 september verður haldinn fyrsti fundurinn af mörgum þar kynnt verður komandi vinna og verkefnið útlistað. Fundirnir verða haldnir á tveimur stöðum, kl. 15:00-15:45 í Víðistaðaskóla og annar eins fundur kl. 17:15-18:00 í Hraunvallaskóla. Íbúar setji mark sitt á stefnuna Í framhaldi af þessum fundum verða haldnir fundir, með rýnihópum, samráðsfundir með hagsmunaaðilum og íbúum þar sem óskað er eftir aðkomu allra á einn eða annan hátt.

Lykill að farsælli menntastefnu er samtal og samvinna allra íbúa og vonum við að hagsmunaaðilar sem og íbúar fjölmenni á þá fundi sem boðaðir verða við gerð menntastefnunnar og setji þannig mark sitt á stefnuna. Menntastefna á að taka á þáttum eins og jákvæðri skólaþróun, bættum starfsaðstæðum og líðan bæði nemenda og starfsfólks, ásamt því að efla einstaklingsins í að vaxa og dafna í samfélaginu, og að úr verði stefna sem íbúar, ungir sem aldnir, geti samsvarað sig við og verið stoltir af.

Kristin Thoroddsen , formaður stýrihóps um gerð menntastefnu Hafnarfjarðar og formaður fræðsluráðs. Fanney Dóróthe Halldórsdóttir, sviðsstjóri mennta- og lýðheilsusviðs.

Greinin birtist fyrst í Hafnfirðingi 16. september 2019

Scroll to Top