Örn Geirsson

Örn Geirsson

Verkefnastjóri, sölumaður
Býður sig fram í 4.- 5. sæti

Örn Geirsson heiti ég og gef kost á mér í 4 – 5 sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, sem fram fer fram 3-5 mars næstkomandi.

Ég er fæddur og uppalinn í Hafnarfirði og hef búið þar alla ævi. Foreldrar Geir Þorsteinsson Húsasmíðameistari fæddur í Ólafsvík, en bjó allan sinn búskap í Hafnarfirði með móður minn Eygerði Bjarnadóttir sem var fædd og uppalin í Hafnarfirði. Dóttir Bjarna Erlendssonar sem var einn af stofnendum og eigendum Skipasmíðastöðvarinar Dröfn og Júlíu Magnúsdóttur.

Ég er giftur Steinunni Hreinsdóttur. Og eigum við samanlagt sjö börn. Eygerður Sunna fædd 2001, Örn Geir fæddur 1996, Egill Ólafur fæddur 1986, Hafdís fædd 1987, Lovísa fædd 1985, Erla Dís fædd 1982 (lést 2020) og Birgitta fædd 1980.

Sem unglingur vann ég með skóla sem handlangari húsasmiða á St. Jósefsspítala þegar hann var stækkaður af föður mínum. Síðar vann ég við fiskvinnslu hjá BÚH og Norðurstjörninni, Bátasmiðju Eyjólfs, Álverinu Straumsvík og fl. Fór síðan í Iðnskólann í Hafnarfirði árið 1979 og lauk þaðan sveinsprófi í Prentsmíði.

Ég hef sinnt margvíslegum trúnaðar og nefndarstörfum innan 365 miðla og Torg ehf. m.a. forseti starfsmannagfélagsins 365 ehf. 2014-2018, og nú gjaldkeri starfsmanna Torg ehf . Ásamt því að vera trúnaðarmaður Grafíu stéttafélag.

Í gegnum tíðina hef ég fylgst með bæjarmálum í Hafnarfirði. Ég er stoltur af bænum og vil taka þátt í að gera hann og framtíð Hafnfirðinga enn betri.

Örn Geirsson

Scroll to Top