Það hefur verið hefð hjá Sjálfstæðisflokknum í Hafnarfirði að hafa páskaeggjaleit í Hellisgerði í aðdraganda páskana en vegna samkomu takmarkanna getum við það ekki.
Við vildum því finna nýja leið til að gleðja Hafnfirðinga og nýttum facebook til að gefa heppnum Hafnfirðingum páskaegg. Hægt var að skrá sig eða aðra til leiks á facebook síðu flokksins og svo voru einstaklingar dregnir út.
Þátttakann í páskaeggjaleiknum var frábær og bæjarfulltrúarnir okkar fimm sáu um að keyra eggin út.
Takk fyrir okkur og vonandi njóti þið páskana hérna heima í Hafnarfirði.