Greinar

Möguleg lausn á mönnunarvanda leikskóla

Leik­skólinn er ekki að­eins mikil­vægur þegar kemur að menntun og þroska barna okkar heldur er hann einnig undir­staða at­vinnu­lífsins. Við höfum sannar­lega lært það á undan­förnum árum hversu mikil­vægur hann er og starfs­fólk leik­skóla flokkað sem fram­línu­starfs­fólk. Mann­ekla vegna veikinda, sótt­kvíar og á­lags leggst þungt á þá sem standa vaktina hverju sinni og loka hefur þurft deildum um allt land. Ekki að­eins hefur Co­vid sett mark sitt á mönnunar­vanda leik­skóla heldur hafa reglu­gerða­breytingar líkt og eitt leyfis­bréf, þar sem leik­skóla­kennurum er heimilt að nýta leyfis­bréf sitt í grunn- og fram­halds­skólum, gert það að verkum að leik­skólinn keppir við grunn­skóla­stigið um hæfa kennara. Þá hefur lengd há­skóla­náms úr þremur árum í fimm haft sitt að segja, braut­skráningum úr leik­skóla­kennara­námi hefur fækkað á sama tíma og börnum hefur fjölgað. Í ofan­á­lag hefur stytting vinnu­vikunnar og breyting á undir­búnings­tímum kallað á fleiri starfs­menn sem ein­fald­lega liggja ekki á lausu.

Greinar

Framhaldsskólanemar kalla á hjálp

Framhaldsskólanemar hafa í gegnum heimsfaraldurinn sýnt ótrúlega þolinmæði og þurft að fórna flestu því sem við fengum að upplifa og njóta á sínum tíma. Framhaldsskólaárin eru þau ár sem móta einstaklinginn hvað mest og stuðla að þroska nemandans til að takast á við framtíðina. Undanfarið og í raun allt frá því heimsfaraldurinn tók yfir líf […]

Greinar

Miðlægt þekkingarsetur ungs fólks

Allir hafa þurft að færa einhverjar fórnir og breyta lífsháttum sínum til að halda Covid-19 í skefjum en óhætt er að segja að ungt fólk, sérstaklega framhaldsskólanemar, hafi gert það all hressilega og það á miklum mótunarárum ævi sinnar. Ég efast ekki um að flest þeirra hafi stuðning og bakland til að nýta sér þessa […]

Greinar

Endurbætur á Suðurbæjarlaug

Suðurbæjarlaug hefur notið mikilla vinsælda frá fyrsta degi, en hún var var formlega tekin í notkun þann 28. október 1989. Hönnuður sundlaugarinnar er Sigurþór Aðalsteinsson, arkitekt og laugin er fyrsta útisundlaugin í Hafnarfirði. Fjöldi fastagesta, á öllum aldri, nýtur þess allt árið um kring að mannvirkið var hannað í upphafi  af vandvirkni og framsýni ásamt […]

Fréttir

Kristín Thoroddsen tilkynnir framboð til Alþingis

Kæru vinir Nú í haust verður gengið til alþingiskosninga. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Ég trúi því að ég muni gera lista Sjálfstæðisflokksins sterkan fyrir komandi kosningar í haust, lista sem verður að endurspegla þverskurð samfélagsins og samanstendur af breiðum hópi fólks. Okkar bíða […]

Greinar

Samvinna skiptir máli

Ekkert verður eins og áður, á einni nóttu breyttist líf okkar allra til frambúðar. Enginn vissi hve lengi ástandið yrði og enginn hafði reynslu af sambærilegu verkefni. Verkefnið sem kennarar og annað starfsfólk á mennta- og lýðheilsusviði Hafnarfjarðar fengu í hendurnar var stórt og flókið úrlausnar en með fagmennsku og æðruleysi tókst skólasamfélaginu að takast […]

Greinar

Aukið valfrelsi, meiri lífsgæði og betri þjónusta

Það er góð tilfinning fyrir kjörna fulltrúa þegar þeir finna fyrir áhuga og ástríðu íbúa fyrir þeim málum sem þeir vinna að. Það er afar þakkarvert þegar íbúar og starfsmenn sveitarfélagsins leggja á sig mikla vinnu til að setja sig inn í mál, hvort sem það er til að gagnrýna eða styðja tiltekin málefni. Þannig […]

Greinar

Börnin í fyrsta sæti

Fræðsluráð Hafnarfjarðar hefur á undanförnum misserum unnið að bættum hag leikskólabarna sem og að bæta starfsaðstæður starfsfólks í leikskólum Hafnarfjarðar.                                   Á síðasta ári var ákveðið að óska eftir skráningu barna í leikskólann á milli jóla og nýárs. Mikil […]

Greinar

Leikskólar Hafnarfjarðar opnir allt sumarið

Fræðsluráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum  í dag, 12. febrúar  að afnema sumarlokanir í leikskólum Hafnarfjarðar.  Frá og með sumrinu 2021 verða  leikskólar Hafnarfjarðar starfræktir allt sumarið. Í könnun sem gerð var meðal foreldra leikskólabarna var spurt út í núverandi fyrirkomulag og hvort vilji væri fyrir því að hafa val  um aðra mánuði en júlí […]

Greinar

Mótum menntastefnu Hafnarfjarðar saman

Menntun barna okkar er eitt það mikilvægasta sem hvert sveitarfélag sinnir á hverjum tíma. Mennta- og lýðheilsusvið Hafnarfjarðar leggur af stað með vinnu við stefnumörkum í menntamálum í Hafnarfirði þann 24. September. Lögð verður mikil áhersla á að vinnan sé unnin með starfsfólki og nemendum allra menntastofnanna í bæjarfélaginu, fulltrúum hagsmunaaðila og að sjálfsögðu öllum […]