Við Sjálfstæðisfólk viljum...
- Klára Reykjanesbraut frá gatnamótum Setbergs að Kaplakrika neðanjarðar.
- Halda áfram ábyrgri fjármálastjórnun, raunlækkun skulda og að framkvæma sem mest fyrir eigið fé.
- Tryggja börnum dagvistun frá 12 mánaða aldri með fjölbreyttum leiðum.
- Ljúka framkvæmdum við reiðhöll Sörla og knatthús á Ásvöllum.
- Skipuleggja lóðir undir íbúðir í Vatnshlíð og úthluta lóðum í Áslandi 4
- Halda áfram endurbótum við Suðurbæjarlaug og klára útisvæði við Ásvallalaug
- Koma á samþættingu heimaþjónustu og heimahjúkrunar
- Taka upp frístundastyrk við 5 ára aldur og frístundaakstur fyrir öll börn
- Skipuleggja svæði fyrir fjölbreytta græna iðn- og atvinnugarða
- Gera áætlun um hjóla- og göngustíga
- Samræma systkinaafslátt á skólamáltíðir milli skólastiga
- Stækka Tónlistarskólann fyrir fjölgun nemenda og tryggja framtíðarhúsnæði leikhúss
- Fjölga áfram störfum fyrir fólk með skerta starfsgetu.
- Bæta og efla útivistarsvæði í öllum hverfum bæjarins
- Gera almenningsgarð miðsvæðis í öllum hverfum bæjarins
- Endurskipuleggja leikskóladaginn til að efla faglegt starf í leikskólum
- Skipuleggja framtíðarhöfn höfuðborgarsvæðisins í Hafnarfirði
- Halda áfram að lækka álögur og gjöld á íbúa og fyrirtækti
- Fjölga og stækka heilsugæslustöðvar í bænum
- Auka aðstöðu og þjónustu við eldri borgara á Völlum og tryggja heilsugæslu í hverfinu
- Kolefnisjafna öll umsvif sveitarfélagsins og gera ráð fyrir hleðslustöðvum í skipulagi.