Fréttir

Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði fyrir sveitarstjórnarkosningar 14. maí 2022

Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfirði hefur samþykkt framboðslista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. ,,Framboðslistinn er skipaður hópi öflugs fólks með fjölbreytta reynslu. Við sjálfstæðismenn hlökkum til að leggja verk okkar undir dóm kjósenda í vor og ætlum okkur að halda áfram að efla og styrkja bæjarfélagið,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir oddviti sjálfstæðismanna og bæjarstjóri í Hafnarfirði. Listann […]

Fréttir Prófkjör

Rósa Guðbjartsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði

Niðurstöur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði sem fram fór 3. – 5. mars eru eftirfarandi Í 1. sæti með 784 atkvæði í 1. sæti er Rósa Guðbjartsdóttir Í 2. sæti með 384 atkvæði í 1.-2. sæti er Orri Björnsson Í 3. sæti með 404 atkvæði í 1.-3. sæti er Kristinn Andersen Í 4. sæti með […]

Fréttir

11 ný hjúkrunarrými á Sólvangi opnuð

Sjálfstæðisflokkurinn hefur á líðandi kjörtímabili unnið að því að efla þjónustu við alla aldurshópa. Eitt af verkefnum Sjálfstæðisflokksins var að byggja upp miðstöð öldrunarþjónustu á Sólvangi. Í dag var opnuð ný eining með 11 hjúkrunarrýmum í eldra húsi byggingarinnar og eru nú 71 hjúkrunarrými á Sólvangi ásamt aðstöðu fyrir 14 einstaklinga í dagdvöl. Sóltún öldrunarþjónusta ehf rekur Sólvang með samning við Sjúkratryggingar Íslands.

Fréttir

Auglýst eftir framboðum til prófkjörs í Hafnarfirði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar

Frambjóðendur eru hvattir til að kynna sér vel prófkjörsreglur flokksins sem og þau ákvæði sem finna má í skipulagsreglum Sjálfstæðisflokksins varðandi prófkjör og framboðsmál. Framboðum ber að skila til kjörnefndar á þessari slóð fyrir kl. 15 þann 20. janúar 2022 Frambjóðendur skulu vera kjörgengir í næstu sveitarstjórnarkosningum. Hver frambjóðandi skal skila inn skriflegum meðmælum með framboði sínu frá 20 […]

Fréttir

Guðbjörg Oddný Jónasdóttir tilkynnir framboð til Alþingis

Ég vil fara á þing! Eftir góða umhugsun, áskoranir og stuðning úr ýmsum áttum hef ég ákveðið að gefa kost á mér þegar valið verður á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. Ég sækist eftir öruggu þingsæti. Minn metnaður og mínar hugsjónir standa til þess að gera Ísland betra. Frá því ég man eftir […]

Fréttir

Sjálfstæðisgrímur til sölu

Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði hefur tekið til sölu þriggja laga bakteríudrepandi grímur á 2.500 kr. stk. Pantanir berist í gegnum pöntunareyðublaðið hér: https://forms.gle/F7tNiVv97dKXm6pK7 eða í tölvupósti á tinnahallbergs@gmail.com.

Fréttir

Könnun á áhuga kvenna á framboði

Kæru Sjálfstæðiskonur, Nú líður senn að kosningum, Alþingiskosningar verða haldnar nú í haust og sveitastjórnarkosningar næsta vor. Það er mikilvægt að framboðslistar Sjálfstæðisflokksins sýni þann fjölbreytileika sem býr í flokknum okkar. Landssamband sjálfstæðiskvenna og Vorboði, félag Sjálfstæðiskvenna í Hafnarfirði, standa fyrir stuttri könnun á áhuga kvenna til þátttöku á framboði og hvernig við getum betur […]

Fréttir

Páskaeggjaleit 2021

Það hefur verið hefð hjá Sjálfstæðisflokknum í Hafnarfirði að hafa páskaeggjaleit í Hellisgerði í aðdraganda páskana en vegna samkomu takmarkanna getum við það ekki. Við vildum því finna nýja leið til að gleðja Hafnfirðinga og nýttum facebook til að gefa heppnum Hafnfirðingum páskaegg. Hægt var að skrá sig eða aðra til leiks á facebook síðu […]

Fréttir

Ný stjórn Vorboða

Á aðalfundi Sjálfstæðiskvennafélagsins Vorboða 18. mars sl. var eftirfarandi stjórn kjörin: Tinna Hallbergsdóttir, formaðurElsa Dóra Grétarsdóttir, varaformaðurKristjana Ósk Jónsdóttir, gjaldkeriÞórey Hallbergsdóttir, ritariAnna Brá Bjarnadóttir, meðstjórnandiHelga Ragnheiður Stefánsdóttir, meðstjórnandiKristín Dögg Höskuldsdóttir, meðstjórnandi Við hvetjum konur sem hafa áhuga á að taka þátt í starfi flokksins til að hafa samband við okkur!!