Helga Björg Loftsdóttir

Helga Björg Loftsdóttir

Viðskipta- og sjávarútvegsfræðingur
Býður sig fram í 6. sæti

Ég heiti Helga Björg Loftsdóttir og er 27 ára gömul. Ég stunda meistaranám í fjarmálum fyrirtækja í Queen Mary University of London. Áður starfaði ég sem sérfræðingur umhverfismála hjá Hampiðjunni. 

Ég er fædd 2. desember árið 1994 og er uppalin í Áslandinu í Hafnarfirði. Foreldrar mínir eru Loftur Bjarni Gíslason og Guðbjörg Sigríður Jónsdóttir. Ég er elst þriggja systkina, en ég á tvo yngri bræður.   

Ég lauk tvöfaldri BS gráðu frá Háskólanum á Akureyri 2020, í viðskipta- og sjávarútvegsfræði. Ég er með stúdentspróf frá Flensborgarskólanum í Hafnarfirði. Þá hef ég sinnt nokkrum félagsstörfum og setið í stjórnum, en síðast sat ég í stjórn Félags kvenna í sjávarútvegi og þar á undan gegndi ég embætti varaformanns Stúdentafélags Háskólans á Akureyri. 

Ég hef ávallt haft áhuga á stjórnmálum og langað að hafa áhrif á samfélagið mitt, en amma mín Birna Loftsdóttir hvatti mig til þess að taka þátt og bjóða mig fram núna. Ég vil þar nýta mína krafta í að vera rödd unga fólksins í Hafnarfirði. Mér finnst mikilvægt að ungt fólk í Hafnarfirði fái tækifæri til þess að standa vörð um áframhaldandi uppbyggingu og stefnumótun bæjarins ásamt því að fá að koma okkar skoðunum og hugmyndum á framfæriÞjóðin er að eldast og fólkið í bæjarfélögunum í takt við það, því er tímabært að leyfa ungu fólki að koma að borðinu. 

 Styðjum ungt fólk, 

Helga Björg  

Scroll to Top