Helga Ingólfsdóttir

Helga Ingólfsdóttir

Viðurkenndur bókari, bæjarfulltrúi
Býður sig fram í 2. – 3. sæti

Kæri Hafnfirðingur! 

Ég býð mig fram í 2.-3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði og ég óska eftir þínum stuðningi til þess að vinna áfram að betri bæ okkur öllum til heilla. 

Í störfum mínum sem bæjarfulltrúi hef ég ávallt lagt áherslu á góða þjónustu við bæjarbúa þar sem jafnræði og góð stjórnsýsla er í öndvegi og skýr markmið um ábyrgan rekstur og sjálfbærni. 

Reynsla mín úr atvinnulífinu og breiður bakgrunnur hefur komið að góðum notum í fjölbreyttum verkefnum og ég hef áhuga á að nýta áfram mína reynslu og þekkingu fyrir sveitarfélagið okkar. 

Ég hef verið bæjarfulltrúi í bráðum þrjú kjörtímabil og frá 2014 formaður Umhverfis- og framkvæmdaráðs og varaformaður Fjölskylduráðs og fulltrúi hafnfirðinga í Stjórn Strætó frá 2018. Ég hef verið í forsvari fyrir ýmis framfaramál og má þar nefna umhverfismálin, samgöngur og stígar, betri almenningssamgöngur, uppbygging íþróttamannvirkja, nýtt hjúkrunarheimili og endurbætur á Sólvangi, frístundatyrkur fyrir eldri borgara, nýr vinnustaður fyrir fólk með fötlun á Suðurgötu 14 og fjölgun búsetukjarna. Þá hef ég hef einnig beitt mér sérstaklega fyrir því að hagkvæmni sé gætt í útboðum á verkefnum á vegum sveitarfélagsins með góðum árangri

Ég fékk réttindi sem viðurkenndur bókari árið 2019 og lauk áður prófi í rekstri og viðskiptum á vegum EHI. Ég rak um árabil eigið fyrirtæki á verktakamarkaði og starfaði í framhaldi fyrir erlent fyrirtæki á byggingamarkaði í nokkur ár. Auk starfa minna sem kjörinn fulltrúi starfa ég sem bókari í hlutastarfi og frá árinu 2013 hef ég sinnt trúnaðarstörfum sem stjórnarmaður í stjórn VR og frá árinu 2019 hef ég verið fulltrúi VR í stjórn Lífeyrisjóðs verslunarmanna(LIVE).  

Helga Ingólfsdóttir 
bæjarfulltrúi 

Scroll to Top