Könnun á áhuga kvenna á framboði

Kæru Sjálfstæðiskonur,

Nú líður senn að kosningum, Alþingiskosningar verða haldnar nú í haust og sveitastjórnarkosningar næsta vor. Það er mikilvægt að framboðslistar Sjálfstæðisflokksins sýni þann fjölbreytileika sem býr í flokknum okkar.

Landssamband sjálfstæðiskvenna og Vorboði, félag Sjálfstæðiskvenna í Hafnarfirði, standa fyrir stuttri könnun á áhuga kvenna til þátttöku á framboði og hvernig við getum betur stutt við þær konur sem hafa hug á að fara fram. Niðurstöður könnunarinnar verða nýttar til að skipuleggja starf félaganna við undirbúning prófkjöra og kosninga. Við viljum fylgja eftir þeim góða árangri sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur náð með fjölda kjörinna fulltrúa á sveitastjórnarstiginu en þar er hlutfall kvenna með ágætum.

Við hvetjum ykkur til að svara könnuninni og ekki síst að benda okkur á þær konur sem þið viljið sjá í framboði (loka spurningin).

Taktu þátt hér: https://forms.gle/et6wM28kVKLWQ3v28

Scroll to Top