Magnús Ægir Magnússon

Magnús Ægir Magnússon

Rekstrarhagfræðingur, varabæjarfulltrúi
Býður sig fram í 4. sæti

Ég er fæddur í Keflavík árið 1956 og uppalinn þar.  Er með próf í viðskiptafræði, Cand Oecon próf, frá Háskóla Íslands.  Með próf sem löggiltur verðbréfamiðlari. Auk þess er ég með MBA próf frá Edinborgarháskóla í Skotlandi. 

Megnið af mínum starfsferli hef ég sinnt störfum tengdum fjármálum og rekstri m.a. sem endurskoðandi, bankastarfsmaður, fjármálaráðgjafi og stjórnarformaður Allianz á Íslandi síðan 2009 sem nú er til húsa að Dalshrauni í Hafnarfirði. 

Í gegnum tíðina hef ég tekið virkan þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins.  Meðal annars gegnt stöðu formanns Sjálfstæðisfélagsins Fram í Hafnarfirði.  Á þessu kjörtímabili hef ég setið í hafnarstjórn í Hafnarfirði og verið varabæjarfulltrúi. 

Ég er giftur Ölmu Sigurðardóttur, bókasafns- og upplýsingafræðingi, og eigum við 2 börn sem bæði gengu í Öldutúnsskóla og Flensborg.   

Við höfum búið í Hafnarfirði um árabil og séð bæinn ganga í gegnum miklar breytingar.  Sérstaklega vaxið og dafnað undanfarin misseri.  Ég vil vernda hinn mikla árangur sem náðst hefur þetta kjörtímabil og stuðla enn frekar að öflugu atvinnulífi og mannlífi í bænum.  Mikil tækifæri eru framundan sem næsta bæjarstjórn verður að nýta því Hafnarfjörður er sannarlega bær tækifæranna. 

Óska ég eftir stuðningi í 4 sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins sem fara á fram 3-5 mars næstkomandi.

Scroll to Top