Greinar

Þynningarsvæði – svæðisskipulag – Hafnarfjörður

Það er ánægjulegt að svokallað „þynningarsvæði“ hverfi nú af aðalskipulagi Hafnarfjarðar. Innan þess svæðis hefur hvorki verið heimilt að vera með íbúðir/gistingu eða matvælavinnslu. Þynningarsvæðið sem hefur tengst starfsleyfi álversins í Straumsvík um árabil var bæði víðfeðmt og íþyngjandi varðandi uppbyggingu í Hafnarfirði og náði yfir stærsta hluta iðnaðarsvæðisins austan Reykjanesbrautar og nánast allt landssvæði […]

Greinar

Ósannindi um íbúðauppbyggingu í Hafnarfirði

Undanfarin misseri hefur Stefán Már Gunnlaugsson, varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar farið mikinn í skrifum um málefni Hafnarfjarðar, sérstaklega er varðar skipulag og uppbyggingu. Nú síðast skrifar varabæjarfulltrúinn um að bæjarstjóri Hafnarfjarðar sé á villigötum. Hér mun ég benda varabæjarfulltrúa og ráðsmanni í skipulags- og byggingarráði á nokkur atriði þar sem hann fer vísvitandi rangt með staðreyndir. Framkvæmdaleyfi rafmagnslína […]

Greinar

Höfum við gengið til góðs götuna fram eftir veg?

Nú þegar rétt þrjú ár eru liðin af kjörtímabilinu er vel við hæfi að líta yfir farinn veg, sjá hvað áorkast hefur í skipulagsmálum og um leið að horfa fram veginn til næstu verkefna og nýrra svæða. Vel hefur gengið að úthluta lóðum í Hafnarfirði á yfirstandandi ári og liðnum árum. Raunar hefur þeim langflestum […]

Greinar

Bjart framundan á byggingarmarkaði

Það er engin tilviljun að góð eftirspurn er eftir lóðum í Skarðshlíð. Hverfið sem er í jaðri upplands Hafnarfjarðar í skjólsælum hlíðum á móti suðri verður að mínu mati eitt eftirsóttasta hverfi höfuðborgarsvæðisins innan fárra ára. Fyrsta fjölbýlishúsið fór nýverið í sölu og seldust allar íbúðir upp á nokkrum dögum. Framkvæmdir við hluta fjölbýlishúsa í […]

Greinar

Hreinsunarátak á iðnaðarsvæðum

Umgengni á iðnaðar- og athafnasvæðum í Hafnarfirði er mjög misjöfn, víða eru fyrirtæki sem eru til fyrirmyndar í umhirðu lóða þar sem umhverfið er sett í forgang. Þrátt fyrir hvatningu frá Hafnarfjarðarbæ og í sumum tilfellum frá íbúum um tiltekt og betri umgengni eru  enn fyrirtæki sem ekki hafa séð ástæðu til að gæta góðrar […]

Greinar

Framtíðaruppbygging á Hraunum

Síðustu ár hefur verið unnið að skipulagi iðnaðarsvæðisins Hraun vestur, svæði sem afmarkast af Reykjavíkurvegi, Fjarðarhrauni og Flatarhrauni. Markmið skipulagsvinnunnar er að skapa skilyrði fyrir uppbyggingu íbúða og fjölbreyttrar þjónustu á svæðinu.  Deiliskipulagstillaga sem nær til lóða við Reykjavíkurveg 60 og 62 og Hjallahrauns 2, 4 og 4a sem gerir ráð fyrir uppbyggingu á 490 […]

Greinar

Hringlandi í Samfylkingunni

Það er ekkert nýtt að fulltrúi Samfylkingarinnar í skipulags- og byggingarráði virðist koma af fjöllum og kannist ekkert við eigin samþykktir þegar að skipulagsmálum kemur. Hvað varðar þetta tiltekna mál þá var þann 24. mars lögð fram fyrirspurn í skipulags- og byggingarráði um breytingu á deiliskipulagi Hrauntungu 5 á þann veg sem hefur verið til umfjöllunar […]

Greinar

Skipulag og framkvæmdir

Hamranes, nýjasta byggingarsvæðið í Hafnarfirði kemur í framhaldi af uppbyggingu í Skarðshlíð. Gert er ráð fyrir að á vormánuðum verði búið að úthluta um 600 íbúðum í fjölbýli í Hamranesi og að uppbygging muni hefjast strax á þessu ári. Ásvallabraut sem liggur frá Skarðshlíð að Kaldárselsvegi er komin í útboð og munu framkvæmdir hefjast í […]

Greinar

Hamraneslínur – Reykjanesbraut – Veggjöld

Það var mikið fagnaðarefni fyrir okkur Hafnfirðinga og ekki síst íbúa á Völlum þegar undirritað var samkomulag sumarið 2015 um niðurrif Hamraneslínu og færslu Ísallínu. Forsenda þessara framkvæmda er ný lína, Lyklafellslína sem á að leggja í gegnum fjögur sveitarfélög sem öll gáfu út framkvæmdaleyfi. Hrauna­vin­ir og Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök Suðvest­ur­lands kærðu veit­ingu fram­kvæmda­leyf­is­ins sem úrskurðanefnd umhverfis- […]