Eftir erfiða tíma í skugga covid sem einkennst hafa af óvissu á flestum sviðum mannlífs og menningar gefst nú loksins tækifæri til þess að horfa fram á veginn og marka stefnu í atvinnuþróun til framtíðar. Mikilvægt er að við byggjum á þeirri reynslu sem safnast hefur síðasta árið og nýtum hana til að fóta okkur […]
Tag: landsmálin
Guðbjörg Oddný Jónasdóttir tilkynnir framboð til Alþingis
Ég vil fara á þing! Eftir góða umhugsun, áskoranir og stuðning úr ýmsum áttum hef ég ákveðið að gefa kost á mér þegar valið verður á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. Ég sækist eftir öruggu þingsæti. Minn metnaður og mínar hugsjónir standa til þess að gera Ísland betra. Frá því ég man eftir […]
Miðlægt þekkingarsetur ungs fólks
Allir hafa þurft að færa einhverjar fórnir og breyta lífsháttum sínum til að halda Covid-19 í skefjum en óhætt er að segja að ungt fólk, sérstaklega framhaldsskólanemar, hafi gert það all hressilega og það á miklum mótunarárum ævi sinnar. Ég efast ekki um að flest þeirra hafi stuðning og bakland til að nýta sér þessa […]
Björgum heilbrigðiskerfinu
Í heilbrigðiskerfinu er almennt talað um þrjár tegundir rekstrarforma: opinberan rekstur (eins og Landspítalann), einkarekstur þar sem einkaaðilar veita þjónustu en ríkið greiðir fyrir (ýmsir sérfræðilæknar og tannlækningar barna) og svo einkarekstur án samnings þar sem einkaaðili veitir þjónustu sem greidd er af notendum án þátttöku ríkisins (til dæmis tannlækningar fullorðinna og sjúkraþjálfun). Þessi þrjú […]
Kristín Thoroddsen tilkynnir framboð til Alþingis
Kæru vinir Nú í haust verður gengið til alþingiskosninga. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Ég trúi því að ég muni gera lista Sjálfstæðisflokksins sterkan fyrir komandi kosningar í haust, lista sem verður að endurspegla þverskurð samfélagsins og samanstendur af breiðum hópi fólks. Okkar bíða […]
Nú er komið að Hafnfirðingum og umhverfinu
Það er fast í tilverunni að jólalög í útvarpinu boða komu hátíðanna, lóan er velkomin vorboði og loforðaflaumur þýðir að kosningar eru í nánd. En á sama hátt eru óveður og stormar líka raunveruleg birtingarmynd íslenska vetrarins, vorinu gengur oft brösuglega að vinna á frostinu og efndir kosningaloforð ganga stundum seint og illa. Verðmætasköpun er […]
Fæðingarorlof – barnamál eða vinnumarkaðsaðgerð?
Þar sem ég er áhugasöm um stöðu barnafjölskyldunnar í íslensku samfélagi hef ég fylgst vel með þróun nýja frumvarpsins um fæðingarorlof. Áhugi minn stafar ekki síst af því að ég hef eignast þrjú börn á síðastliðnum sex árum eða frá janúar 2015 til október 2019 og hef því talsverða reynslu af því að taka fæðingarorlof. […]