Greinar

Þynningarsvæði – svæðisskipulag – Hafnarfjörður

Það er ánægjulegt að svokallað „þynningarsvæði“ hverfi nú af aðalskipulagi Hafnarfjarðar. Innan þess svæðis hefur hvorki verið heimilt að vera með íbúðir/gistingu eða matvælavinnslu. Þynningarsvæðið sem hefur tengst starfsleyfi álversins í Straumsvík um árabil var bæði víðfeðmt og íþyngjandi varðandi uppbyggingu í Hafnarfirði og náði yfir stærsta hluta iðnaðarsvæðisins austan Reykjanesbrautar og nánast allt landssvæði […]

Greinar

Nýtt hverfi rís í Áslandi 4

Mikil eftirspurn er eftir lóðum á höfuðborgarsvæðinu en til marks um það seldust allar lóðir í Hamranesinu, nýjasta hverfinu í Hafnarfirði, á mettíma. Nýjasta byggingarsvæðið sem bráðum kemur til úthlutunar í Hafnarfirði er Ásland 4, sem er í suðurhlíðum Ásfjallsins. Svæðið er framhald af hverfunum beggja megin við, það er Skarðshlíð og Áslandi 3. Margir […]

Greinar

Höfum við gengið til góðs götuna fram eftir veg?

Nú þegar rétt þrjú ár eru liðin af kjörtímabilinu er vel við hæfi að líta yfir farinn veg, sjá hvað áorkast hefur í skipulagsmálum og um leið að horfa fram veginn til næstu verkefna og nýrra svæða. Vel hefur gengið að úthluta lóðum í Hafnarfirði á yfirstandandi ári og liðnum árum. Raunar hefur þeim langflestum […]

Greinar

Framtíðaruppbygging á Hraunum

Síðustu ár hefur verið unnið að skipulagi iðnaðarsvæðisins Hraun vestur, svæði sem afmarkast af Reykjavíkurvegi, Fjarðarhrauni og Flatarhrauni. Markmið skipulagsvinnunnar er að skapa skilyrði fyrir uppbyggingu íbúða og fjölbreyttrar þjónustu á svæðinu.  Deiliskipulagstillaga sem nær til lóða við Reykjavíkurveg 60 og 62 og Hjallahrauns 2, 4 og 4a sem gerir ráð fyrir uppbyggingu á 490 […]

Greinar

Hringlandi í Samfylkingunni

Það er ekkert nýtt að fulltrúi Samfylkingarinnar í skipulags- og byggingarráði virðist koma af fjöllum og kannist ekkert við eigin samþykktir þegar að skipulagsmálum kemur. Hvað varðar þetta tiltekna mál þá var þann 24. mars lögð fram fyrirspurn í skipulags- og byggingarráði um breytingu á deiliskipulagi Hrauntungu 5 á þann veg sem hefur verið til umfjöllunar […]

Greinar

Fyrirhugaðar breytingar á Hamraneslínu og Reykjanesbraut

Skipulags- og byggingarráð Hafnar­fjarðar samþykkti á fundi sínum 15. janúar síðastliðinn tvö framkvæmdaleyfi sem bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti svo á fundi sínum í síðustu viku. Þessi fram­kvæmda­leyfi munu marka tímamót í uppbyggingu og öryggi íbúðahverfis og atvinnu­lífs í Hafnarfirði sem voru orðin löngu tímabær. Færsla Hamraneslínu Tafir á niðurrifi Hamraneslínu er ekki í samræmi við uppbyggingaráform […]