Greinar

Hafnarfjörður tækifæranna

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði fer fram nú 3.-5. mars. Ég hvet alla Sjálfstæðismenn til að taka þátt í prófkjörinu og stilla þannig upp sigurstranglegum lista. Ánægjulegt er að sjá hve hæfileikaríkur og fjölbreyttur hópur fólks býður sig fram í prófkjörinu og er tilbúið til að virkja krafta sína í þágu bæjarins. Ég býð mig fram […]

Greinar

Látum verkin og tölurnar tala

Það hefur verið mikill gangur i uppbyggingu íbúðahúsnæðis í Hafnarfirði undanfarin misseri og mánuði. Þessi uppbygging kemur í kjölfar tafa sem urðu á framkvæmdum á helstu nýbyggingarsvæðum Hafnarfjarðar, í Skarðshlíð og Hamranesi. Eins og margir vita voru helstu ástæður tafarinnar þær að framkvæmdaleyfi fyrir flutningi raflína, sem lágu yfir byggingarsvæðunum, var kært og fellt úr […]

Greinar

Uppgangur í Hafnarfirði

Nýverið var birtur ársreikningur Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2020. Í öllum meginatriðum er rekstrarniðurstaða bæjarins mjög jákvæð og hefur fjárhagsstaða bæjarfélagsins ekki verið traustari í áratugi. Agi í fjármálum auk aðhalds og festu í stjórnun bæjarins skilar þessum góða árangri. Rekstrarafkoma var jákvæð um 2,3 milljarða króna fyrir A- og B-hluta á árinu 2020. Fyrir A-hluta […]

Greinar

Heilsubærinn Hafnarfjörður – til hamingju Haukar!

Nú eru níutíu ár liðin frá því að ungir og öflugir piltar komu saman til að stofna íþróttafélag hér í Hafnarfirði. Þetta íþróttafélag hefur síðan þá borið nafnið Haukar og er saga félagsins, uppbygging, kraftur og vöxtur samofin sögu Hafnarfjarðar líkt og saga fleiri félaga og félagasamtaka hér í bæ. Haukar hafa átt sinn þátt […]

Greinar

Skuldaviðmið Hafnarfjarðarbæjar ekki verið lægra í áratugi!

Ársreikningur Hafnarfjarðarbæjar 2020 var lagður fram í bæjarráði í morgun. Þar má glöggt sjá hve viðbrögð bæjaryfirvalda í upphafi Covid-19 hafa styrkt fjárhagslegar stoðir sveitarfélagsins til framtíðar eins og markmiðið var. Þessi bætta staða gjörbreytir möguleikum bæjarins til að takast á við efnahagslega óvissu af völdum Covid-19. Nú er hægt að snúa vörn í sókn. […]

Greinar

Sala hlutar í HS Veitum styrkir Hafnarfjörð

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti í gær, miðvikudag, sölu á rúmlega 15% eignarhlut bæjarins í HS Veitum fyrir 3,5 milljarða króna. Andvirði hlutarins styrkir bæjarsjóð Hafnarfjarðar verulega til að mæta því tekjutapi og þeim efnahagslegu þrengingum sem framundan eru vegna Covid-19-faraldursins. Mjög var vandað til sölunnar og er niðurstaða hennar fagnaðarefni fyrir Hafnfirðinga. Gott verð fékkst fyrir […]

Greinar

Möguleg sala á eignarhluta Hafnarfjarðar í HS Veitum

Vegna þeirrar umræðu sem átt hefur sér stað, í kjölfar þess að meirihluti bæjarráðs Hafnarfjarðar samþykkti í liðinni viku að leita tilboða í liðlega 15% hlut sveitarfélagsins í HS Veitum, er rétt að koma eftirfarandi á framfæri. Verið er að kanna virði eignarhluta bæjarins í HS Veitum og hvort hagstætt sé að selja hann til […]

Greinar

Mesta ánægja í Hafnarfirði frá upphafi mælinga Gallup

Niðurstöður þjónustukönnunar Gallup sem gerð var í kringum síðastliðin áramót gefa glöggt til kynna að íbúar Hafnarfjarðar eru ánægðir með bæinn sinn og þá þjónustu sem bæjarfélagið veitir. Ánægjan hefur aukist umtalsvert milli ára í öllum þeim 13 þjónustuþáttum sem mældir eru, þar af marktæk hækkun á 12. Þetta sýnir okkur að þau fjölbreyttu verkefni […]

Óflokkað

Af gjöldum og álögum í Hafnarfirði

Að undanförnu hefur borið á misvísandi fréttum í ýmsum fjölmiðlum um meintar hækkanir á álögum í Hafnarfirði milli ára. Hið rétta er að álögur á íbúa bæjarins hafa ekki verið hækkaðar umfram verðlagshækkanir. Núverandi meirihluti hefur það ekki á sinni stefnuskrá að hækka álögur á bæjarbúa og við það munum við standa. Síðustu ár hefur […]

Greinar

Um byggingu knatthúss FH

Vegna misvísandi umræðu og deilna í tengslum við fyrirhugaða byggingu knatthúss í Kaplakrika vil ég koma á framfæri helstu staðreyndum málsins. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar ákvað í fyrra að byggt yrði knatthús hjá FH og voru 200 milljónir króna settar á fjárhagsáætlun til verksins fyrir árið 2018. Áætlað var að kostnaðurinn við húsið yrði alls 720 milljónir […]