Þórður Heimir Sveinsson

Þórður Heimir Sveinsson

Lögmaður
Býður sig fram í 3. – 4. sæti

Þórður Heimir Sveinsson heiti ég og hef ákveðið að gefa kost á mér í 3-4 sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Til margra ára hef ég verið sjálfstætt starfandi lögmaður á minni eigin lögmannsstofu ásamt því að hafa verið eigandi á Lögfræðistofu Reykjarvíkur um árabil. Eiginkona mín er Sólveig Lilja Einarsdóttir og eigum við þrjú börn. 

Ég er uppalinn í Hafnarfirði, foreldrar mínir voru Sólveig Erlendsdóttir, húsmóðir og Sveinn Björnsson, listmálari og rannsóknarlögreglumaður hér í Hafnarfirði. Skólaganga mín hófst í  Öldutúnsskóla, síðan í Flensborg og þaðan í Háskóla Íslands. Á unga aldri byrjaði ég að æfa handbolta og fótbolta með FH og spilaði með meistaraflokki FH í fótbolta til margra ára. Við fjölskyldan höfum alla tíð  búið í Hafnarfirði sem við höfum haft góða reynslu af hvort sem það snýr að menntun, íþróttaiðkun barna okkar, þjónustu eða ánægjulegum samskiptum við samfélagið. Þá höfum við hjónin um árabil stundað golf af miklum krafti í boði golfklúbssins Keilis í Hafnarfirði.  

En hvers vegna er 58 ára gamall fjölskyldufaðir og  farsæll sjálfstætt starfandi lögmaður til margra ára að ákveða að gefa kost á sér á lista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði?  

Í nokkur ár hefur blundað í mér mikill áhugi á málefnum bæjarins og ekki síst  skylda til að láta gott af mér leiða og gefa til baka allt það ánægjulega sem Hafnarfjörður hefur gefið okkur fjölskyldunni í gegnum árin. Nú loksins hef ég ákveðið að svara skyldunni af krafti, dugnaði, sannfæringu og heilindum. Það er þessi skylda til að gefa til baka í okkar frábæra samfélag sem gerir það að verkum að ég lít á farsælan lögmannsferil minn sem undanfara enn farsælla starfs sem ég mun vinna að fyrir alla Hafnfirðinga og hinn glæsilega stað, sem ég er stoltur af að kalla heimili mitt, Hafnarfjörð.  

Scroll to Top