Hafnarfjörður er fyrsta sveitarfélagið til að bjóða eldri borgunum frístundastyrk til greiðsluþáttöku vegna íþrótta og tómstundastarfi eldri borgara. Markmiðið er að gera eldri íbúum kleift að taka þátt í íþrótta og tómstundastarfi óháð efnahag og efla almennt heilbrigði og hreysti þessa aldurshóps.
861 fengu frístundastyrk 2018
Frístundastyrkurinn hefur mælst vel fyrir hjá eldri borgunum bæjarins en um er að ræða 4 þúsund krónur á mánuði eða 48 þúsund krónur á ári. Styrkurinn greiðist með framvísun kvittunar í Þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar þar sem starfsmenn veita ennfremur allar frekari upplýsingar.
Frá því frístundastyrkurinn var hækkaður í ársbyrjun 2018 hefur veruleg fjölgun verið í hópi eldri borgara sem nýta sér þennan styrk sem er ákaflega ánægjulegt því þá er einmitt markmiðinu náð sem er að að auka möguleika eldra fólks á því að stunda fjölbreytta hreyfingu og heilsueflingu.
Helga Ingólfsdóttir,
bæjarfulltrúi og varaformaður fjölskylduráðs