Nýsköpun og atvinnulíf

Við ætlum að:

Tryggja áframhaldandi uppbyggingu öflugs og fjölbreytts atvinnulífs

Efla list-, og verkgreinar, nýsköpun og tækni í skólastarfi

Lækka áfram fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði

Hefja átak í að fjölga störfum fyrir fólk með skerta starfsgetu

Skipuleggja þjónustustarfsemi við ferðamenn í Seltúni við Krýsuvík

– Tryggja fjölbreytt framboð atvinnulóða

Styðja við réttindanám og endurmenntun leik- og grunnskólastarfsfólks, m.a. með þeirri aðstöðu til fjarnáms á háskólastigi sem fyrir er í Hafnarfirði

Stuðla að því að skólar móti sér sérstöðu og taki forystu í ákveðnum fögum  

– Auka framlög í C-hluta kjarasamnings kennara