Skuldaviðmið Hafnarfjarðarbæjar ekki verið lægra í áratugi!

Ársreikningur Hafnarfjarðarbæjar 2020 var lagður fram í bæjarráði í morgun. Þar má glöggt sjá hve viðbrögð bæjaryfirvalda í upphafi Covid-19 hafa styrkt fjárhagslegar stoðir sveitarfélagsins til framtíðar eins og markmiðið var. Þessi bætta staða gjörbreytir möguleikum bæjarins til að takast á við efnahagslega óvissu af völdum Covid-19. Nú er hægt að snúa vörn í sókn. Við höfum getað haldið uppi öflugri þjónustu við íbúa og markvissri uppbyggingu innviða og stefnum ótrauð á frekari fjárfestingar í bænum á komandi árum.

Scroll to Top