Prófkjör

Orri Björnsson

Orri Björnsson

Forstjóri, bæjarfulltrúi
Býður sig fram í 2. sæti

Undanfarin ár hef ég notið þeirra forréttinda að leiða farsæla uppbyggingu líftæknifyrirtækisins Algalífs sem hefur hlotið fjölda innlendra og alþjóðlegra verðlauna og viðurkenninga fyrir góðan árangur og vöxt sem umhverfisvænt nýsköpunar- og líftæknifyrirtæki. Sem forstjóri hef ég haft tækifæri til að láta áherslur mínar um vermætasköpun og sjálfbærni verða að veruleika. 

Ég er fæddur í Reykjavík árið 1971 en flutti til Hafnarfjarðar á barnsaldri og hef að mestu verið þar síðan. Þó hef ég búið og starfað í Búlgaríu, Kenía og Noregi, þar sem ég leiddi meðal annars ýmis verkefni í lyfja- og líftæknigeirunum og var sérstakur ráðgjafi á vegum Sameinuðu þjóðanna. 

Sem varabæjarfulltrúi og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í fjölmörgum nefndum og ráðum Hafnarfjarðarbæjar hef ég lagt áherslu á valfrelsi, sjálfbærni, ráðdeild og uppbyggingu.  

Ég trúi einlæglega á grundvallargildi sjálfstæðisstefnunnar um frelsi, ábyrgð og samhyggð. Þetta hef ég haft að leiðarljósi í fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Hafnarfirði og á landsvísu, m.a. sem formaður Stefnis, félags ungra sjálfstæðismanna í Hafnarfirði og stjórnarmaður í Sambandi ungra sjálfstæðismanna. 

Íþróttaáhugi og keppnisskap er mér í blóð borið. Ég var lengi formaður glímudeildar KR og vann Grettisbeltið árið 1994. Þá var ég einnig í öflugu Gettu betur liði Flensborgarskóla árið 1991 og Útsvarsliði Hafnarfjarðar 2011.