Prófkjör

Kristín María Thoroddsen

Kristín Thoroddsen

Bæjarfulltrúi, varaþingmaður 
Býður sig fram í 2. sæti

Ég er fædd og uppalin í Hafnarfirði og bý þar með eiginmanni mínum Steinarri Bragasyni, flugstjóra, saman eigum við fjóra drengi.  Ég er með BS.c í ferðamálafræði og  lauk MBA námi við Háskóla Íslands árið 2019.

Ég er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði , formaður fræðsluráðs og hafnarstjórnar. Ég hef sinnt störfum fyrir bæjarfélagið í fullu starfi og stefni á að halda því áfram, fái ég umboð til þess. Ég er jafnframt varaþingmaður í Suðvesturkjördæmi og  varamaður í bankaráði Seðlabanka Íslands. Þar að auki hef ég komið að ýmsum málum fyrir bæjarfélagið okkar, verið virk í starfi Sjálfstæðisflokksins til nokkurra ára, var formaður Fram, Sjálfstæðisfélags Hafnarfjarðar í fjögur ár en sat áður í stjórn Vorboða félags Sjálfstæðiskvenna í Hafnarfirði.

Ég hef notið þess að leysa verkefni, leiða ólík sjónarmið og leita að bestu lausninni fyrir okkur öll með því að taka tillit til væntinga og hagsmuna íbúa. Sem formaður fræðsluráðs hef ég leitt vinnu nýrrar menntastefnu Hafnarfjarðar auk fjölda verkefna sem snúa að bættum hag leik- og grunnskólabarna, þjónustu við foreldra og bættar starfsaðstæður barna og starfsmanna.

Í hafnarstjórn hef ég leitt vinnu við gagngera endurskipulagningu á hafnarsvæðinu, í samvinnu við íbúa, atvinnurekendur og fjárfesta.  Markmið breytinganna er að styrkja við atvinnulíf og auka aðgengi almennings  að höfninni og nýta hafnarsvæðið sem atvinnu, íbúða og frístundasvæði.

Ég mun nýta reynslu mína og menntun í þágu Hafnarfjarðar og leggja mitt af mörkum svo hér verði áfram  gott að búa og ala upp börn, mun standa vörð um  öflugt atvinnulíf og fjölbreytta búsetukosti.

Ég óska eftir þínum stuðningi í 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins.