Óflokkað

Af gjöldum og álögum í Hafnarfirði

Að undanförnu hefur borið á misvísandi fréttum í ýmsum fjölmiðlum um meintar hækkanir á álögum í Hafnarfirði milli ára. Hið rétta er að álögur á íbúa bæjarins hafa ekki verið hækkaðar umfram verðlagshækkanir. Núverandi meirihluti hefur það ekki á sinni stefnuskrá að hækka álögur á bæjarbúa og við það munum við standa. Síðustu ár hefur […]

Greinar

Mótum menntastefnu Hafnarfjarðar saman

Menntun barna okkar er eitt það mikilvægasta sem hvert sveitarfélag sinnir á hverjum tíma. Mennta- og lýðheilsusvið Hafnarfjarðar leggur af stað með vinnu við stefnumörkum í menntamálum í Hafnarfirði þann 24. September. Lögð verður mikil áhersla á að vinnan sé unnin með starfsfólki og nemendum allra menntastofnanna í bæjarfélaginu, fulltrúum hagsmunaaðila og að sjálfsögðu öllum […]

Greinar

Hafnarfjarðarhöfn, tækifæri framtíðarinnar

Hafnarfjarðarhöfn er samofin sögu okkar Hafnfirðinga og er og mun verða mikilvæg um ókomna tíð. Hafnarfjörður hefur á undanförnum árum blómstrað, færst hefur meira líf í mið­bæinn, veitingahúsum fjölgað og lista og menningarlíf hefur eflst til muna. Höfnin hér í Hafnarfirði er ákveðið að­­drátt­­ar­afl, vegna sögu sinnar, atvinnuþátta og þeim sjarma sem yfir henni hvílir […]

Greinar

Vinsæll frístundastyrkur fyrir eldri borgara

Hafnarfjörður er fyrsta sveitarfélagið til að bjóða eldri borgunum frí­stunda­styrk til greiðsluþáttöku vegna íþrótta og tómstunda­starfi eldri borgara. Mark­miðið er að gera eldri íbúum kleift að taka þátt í íþrótta og tómstundastarfi óháð efnahag og efla almennt heilbrigði og hreysti þessa aldurshóps. 861 fengu frí­stunda­­­styrk 2018 Frístundastyrkurinn hefur mælst vel fyrir hjá eldri borgunum bæjarins […]

Greinar

Fyrirhugaðar breytingar á Hamraneslínu og Reykjanesbraut

Skipulags- og byggingarráð Hafnar­fjarðar samþykkti á fundi sínum 15. janúar síðastliðinn tvö framkvæmdaleyfi sem bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti svo á fundi sínum í síðustu viku. Þessi fram­kvæmda­leyfi munu marka tímamót í uppbyggingu og öryggi íbúðahverfis og atvinnu­lífs í Hafnarfirði sem voru orðin löngu tímabær. Færsla Hamraneslínu Tafir á niðurrifi Hamraneslínu er ekki í samræmi við uppbyggingaráform […]

Greinar

Hamraneslínur – Reykjanesbraut – Veggjöld

Það var mikið fagnaðarefni fyrir okkur Hafnfirðinga og ekki síst íbúa á Völlum þegar undirritað var samkomulag sumarið 2015 um niðurrif Hamraneslínu og færslu Ísallínu. Forsenda þessara framkvæmda er ný lína, Lyklafellslína sem á að leggja í gegnum fjögur sveitarfélög sem öll gáfu út framkvæmdaleyfi. Hrauna­vin­ir og Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök Suðvest­ur­lands kærðu veit­ingu fram­kvæmda­leyf­is­ins sem úrskurðanefnd umhverfis- […]

Greinar

Hafnarfjarðarbær hefur óskað eftir fleiri dagdvalarrýmum fyrir heilabilaða

Eitt af mikilvægustu verkefnum fjölskylduráðs Hafnarfjarðar er að greina þörf fyrir þjónustu og vinna að því að skilgreina og efla nærþjónustu við bæjarbúa á ólíkum aldursskeiðum. Mikil fjölmiðlaumræða hefur verið um skort á dagdvalarrýmum fyrir fólk með heilabilun og þar hefur komið fram bæði frá sjúklingum, aðstandendum og fagfólki hversu brýn þörf er fyrir aukinni […]

Greinar

Um byggingu knatthúss FH

Vegna misvísandi umræðu og deilna í tengslum við fyrirhugaða byggingu knatthúss í Kaplakrika vil ég koma á framfæri helstu staðreyndum málsins. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar ákvað í fyrra að byggt yrði knatthús hjá FH og voru 200 milljónir króna settar á fjárhagsáætlun til verksins fyrir árið 2018. Áætlað var að kostnaðurinn við húsið yrði alls 720 milljónir […]

Greinar

Kjósum reynslu, farsæld og framfarir í Hafnarfirði

Framtíð Hafnarfjarðar er björt. Undanfarin ár hefur mikill viðsnúningur átt sér stað í rekstri sveitarfélagsins og góður grunnur verið lagður fyrir áframhaldandi uppbyggingu á ýmsum sviðum. Við sjálfstæðismenn höfum sýnt það á kjörtímabilinu að við erum traustsins verð. Við höfum staðið við það sem við boðuðum fyrir síðustu kosningar. Þar ber hæst að hafa tekið […]