Fréttir

Fréttir

11 ný hjúkrunarrými á Sólvangi opnuð

Sjálfstæðisflokkurinn hefur á líðandi kjörtímabili unnið að því að efla þjónustu við alla aldurshópa. Eitt af verkefnum Sjálfstæðisflokksins var að byggja upp miðstöð öldrunarþjónustu á Sólvangi. Í dag var opnuð ný eining með 11 hjúkrunarrýmum í eldra húsi byggingarinnar og eru nú 71 hjúkrunarrými á Sólvangi ásamt aðstöðu fyrir 14 einstaklinga í dagdvöl. Sóltún öldrunarþjónusta ehf rekur Sólvang með samning við Sjúkratryggingar Íslands.

Scroll to Top